Loic Bade, varnarmaður Sevilla, var harður á því að vera áfram hjá liðinu og hafnaði tilboði frá Aston Villa í janúar.
Sevilla samþykkti 26 milljón evra tilboð í þennan 24 ára gamla Frakka en hann vildi vera áfram hjá spænska félaginu þrátt fyrir að hann myndi fá ansi væna launahækkun hjá Aston Villa.
„Mér líður mjög vel hérna. Aðalatriðið er að bæta sig og ég tel að ég geti það hjá þessu liði og með þessum þjálfara. Það er það sem ég vil og þess vegna ákvað ég að vera áfram," sagði Bade.
„Þeir skildu mína stöðu, við spjölluðum og að lokum sagði ég að ég vildi vera áfram hérna. Ég er með metnað fyrir því að gera góða hluti með Sevilla og vil spila hérna."
Hann útilokar ekki að yfirgefa spænska félagið í náinni framtíð.
„Eins og staðan er vil ég vera hérna. Þegar félag er á eftir manni verður maður að hugsa út í það. Ég vil komast enda eins hátt og hægt er hér. Ég hugsa ekki um það sem gæti gerst. Ég sé til hvað gerist, allir vita hvað getur gerst í fótbolta."
Athugasemdir