Markvörðurinn efnilegi Cecilía Rán Rúnarsdóttir kvaddi um helgina liðsfélaga sína í Fylki.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Cecilía á leið í atvinnumennsku erlendis og verður tilkynnt um samninga síðar í vikunni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Cecilía á leið í atvinnumennsku erlendis og verður tilkynnt um samninga síðar í vikunni.
Nokkur erlend félög hafa sýnt Cecilíu áhuga undanfarna mánuði en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er líklegast að hún semji við Everton á Englandi.
Þaðan mun Cecilía fara til sænska félagsins Örebro á láni í ár. Þar mun hún hitta Berglindi Rós Ágústsdóttur, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Fylki.
Cecilía er 17 ára gömul en hún hefur varið mark Fylkis undanfarin tvö tímabil eftir að hafa áður spilað með Aftureldingu.
Cecilía spilaði sinn fyrsta A-landsleik í fyrra en hún á einnig að baki 24 leiki með yngri landsliðum.
Athugasemdir