
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Bosníumenn opinberuðu í morgun leikmannahóp sinn fyrir leikinn.
Valið hjá Faruk Hadzibegic nýjum landsliðsþjálfara Bosníu er umdeilt meðal heimamanna en margir fjölmiðlamenn bjuggust við því að hann myndi yngja frekar upp í hópnum. Í staðinn hefur hann sett sitt traust á reynslumikla menn.
Said Hamulic, 22 ára framherji Toulouse í Frakklandi, var ekki valinn í hópinn en margir bjuggust við því að hann fengi kallið í fyrsta sinn. Í janúar lýsti hann því opinberlega að hann ætlaði sér að spila fyrir Bosníu/Hersegóvínu.
Valið hjá Faruk Hadzibegic nýjum landsliðsþjálfara Bosníu er umdeilt meðal heimamanna en margir fjölmiðlamenn bjuggust við því að hann myndi yngja frekar upp í hópnum. Í staðinn hefur hann sett sitt traust á reynslumikla menn.
Said Hamulic, 22 ára framherji Toulouse í Frakklandi, var ekki valinn í hópinn en margir bjuggust við því að hann fengi kallið í fyrsta sinn. Í janúar lýsti hann því opinberlega að hann ætlaði sér að spila fyrir Bosníu/Hersegóvínu.
Hamulic var sjálfur sár og svekktur og skrifaði pirringsfærslu á Instagram. Þar sagðist honum hafa snúist hugur og ekki ætla að gefa kost á sér í landslið Bosníu.
„Í þessari færslu vil ég senda þakkir fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Bosníu. Ég vil staðfesta það formlega að ég hef ekki lengur áhuga á að spila fyrir þjóð mína og ætla í staðinn að berjast fyrir því að spila fyrir Holland. Takk fyrir allt," skrifaði Hamulic en hann fæddist í Hollandi.
Hamulic sá svo greinilega eftir færslunni því henni var eytt nokkrum mínútum síðar.
Ýmsir fjölmiðlamenn í Bosníu setja spurningamerki við að Hamulic hafi ekki verið valinn en hinsvegar sé Jasmin Mesanovic í hópnum. Mesanovic er 31 árs sóknarmaður Kisvarda í Ungverjalandi sem hefur aðeins leikið einn landsleik og hann kom 2011.
He has now removed this from his IG story.
— BiHFootball (@BiHFootball) March 8, 2023
Athugasemdir