Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. mars 2023 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: KR kom til baka og sigraði ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

KR 3 - 1 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('3)
1-1 Jóhannes Kristinn Bjarnason ('21)
2-1 Kristján Flóki Finnbogason ('45)
3-1 Freyr Þrastarson ('85)


KR tók á móti ÍA í Lengjubikar karla og tóku gestirnir af Skaganum forystuna snemma leiks. Viktor Jónsson var þar á ferðinni með marki á þriðju mínútu.

Hinn bráðefnilegi Jóhannes Kristinn Bjarnason jafnaði fyrir KR áður en Kristján Flóki Finnbogason kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks.

KR hélt forystunni út síðari hálfleikinn og innsiglaði Freyr Þrastarson sigurinn með marki á 85. mínútu.

Lokatölur 3-1 og endar KR með 12 stig eftir 5 umferðir í riðlakeppninni, þar sem eina tapið kom gegn Val. KR-ingar buðu uppá nokkrar flugeldasýningar í riðlakeppninni og enda með markatöluna 19-7.

ÍA endar með 6 stig og markatöluna 6-6.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner