Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 08. mars 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neitar að hætta - „Fólk stanslaust reynt að eyðileggja orðspor mitt"
Corinne Diacre.
Corinne Diacre.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýjar vendingar hafa orðið í máli Corinne Diacre, þjálfara kvennalandsliðs Frakklands, en hún ætlar ekki að segja starfi sínu lausu.

Hún segir að fólk sé að reyna að eyðileggja orðspor sitt en hún stefnir á að stýra Frakklandi á HM í sumar þrátt fyrir þann mikla storm sem er núna í gangi hjá liðinu hennar.

Það var fjallað um það í frönskum fjölmiðlum að hún myndi segja af sér í lok febrúar eftir að fjölmargir lykilmenn ákváðu að stíga til hliðar úr landsliðinu.

Margir leikmenn hafa stigið til hliðar frá liðinu út af stjórnarhættum hennar og franska fótboltasambandsins. Þar á meðal er Wendie Renard, fyrirliði liðsins, og hin marksækna Mary Antoinette-Katoto.

Það var talið gefið að hún myndi segja starfi sínu lausu en hún gerði það ekki. „Í meira en tíu daga hefur fólk stanslaust reynt að eyðileggja orðspor mitt með ofbeldi og óheiðarleika," segir hún í samtali við AFP-fréttaveituna.

„Andmælendur mínir hika ekki – án þess að hafa áhyggjur af sannleikanum – við að ráðast á persónuleg og fagleg heilindi mín, fjórum mánuðum fyrir HM."

Noel Le Graet, sem var einn helsti stuðningsmaður Diacre, hætti á dögunum sem forseti fótboltasambandsins í Frakklandi og það á eftir að taka á ýmsu hjá sambandinu. Þó Diacre segi að hún ætli að vera áfram, þá er óvíst hvort sambandið leyfi henni að komast upp með. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon og einn valdamesti einstaklingurinn í frönskum fótbolta, hefur hvatt sambandið til hlusta á leikmenn liðsins.

Sjá einnig:
Corinne Diacre, harðstjórinn sem bjó til eitrað andrúmsloft
Athugasemdir
banner