Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. mars 2023 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford styður 100% við bakið á Bruno
Bruno og Rashford hafa verið liðsfélagar í rúmlega þrjú ár.
Bruno og Rashford hafa verið liðsfélagar í rúmlega þrjú ár.
Mynd: EPA

Marcus Rashford hefur slegist í för með Erik ten Hag og komið liðsfélaga sínum Bruno Fernandes til varnar eftir skelfilegt 7-0 tap Manchester United gegn Liverpool um helgina.


Fernandes var gagnrýndur harkalega eftir leikinn fyrir slaka frammistöðu og ömurlega líkamstjáningu en hegðun hans var langt frá því að vera til fyrirmyndar, þar sem hann ýtti meðal annars í bakið á aðstoðardómara í miðjum leik. Portúgalinn, sem bar fyrirliðaband Man Utd, var heppinn að Andy Madley dómari minntist ekki á atvikið í leikskýrslunni og sleppur því við mögulegt leikbann.

„Við verðum að styðja við bakið á Bruno sem liðsheild því hann er mikill fagmaður og frábær fótboltamaður. Ég hef ekkert neikvætt um Bruno að segja en það er enginn fullkominn og stundum er sigurviljinn svo mikill að maður leyfir skapinu að fara með sig í gönur. Þá gerir maður kannski hluti sem eru aðeins úr karakter," sagði Rashford.

„Hann er góður leiðtogi fyrir okkur hvort sem hann er með fyrirliðabandið eða ekki og hann hefur hjálpað öðrum leikmönnum að rækta sína leiðtogahæfileika. Ég styð 100% við bakið á Bruno."


Athugasemdir
banner
banner