Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 08. mars 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti: Ég mun ekki ákveða hvenær ævintýrinu lýkur
Mynd: EPA
Framtíð Carlo Ancelotti hjá Real Madrid hefur verið mikið í umræðunni en það er talið að hann muni yfirgefa félagið í sumar eftir fjögurra ára veru.

Xabi Alonso, stjóri Leverkusen, var orðaður við félagið síðasta sumar og hann er enn sterklega orðaður við spænska félagið sem hann lék með á sínum tíma.

Ancelotti var spurður út í framtíðina á fréttamannafundi í gær.

„Ég mun ekki ákveða hvenær ævintýrinu mínu hjá Real Madrid lýkur. Það er alveg ljóst. Forsetinn mun ákveða það fyrr eða síðar," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner