Luighi, 18 ára gamall leikmaður brasilíska liðsins Palmeiras, grét í sjónvarpsviðtali eftir leik u20 liðs félagsins gegn Cerro Porteno í Meistaradeild Suður Ameríku.
Stuðningsmaður Cerro Porteno lék eftir apa í áttina að leikmönnum Palmeiras. Luighi kvartaði undan hegðuninni við dómara leiksins í kjölfarið.
Luighi fór í viðtal eftir leikinn en hann var ekki sáttur með að fréttamaðurinn hafi ekki spurt hann strax út í atvikið.
„Í alvöru? Ætlaru ekki að spurja mig út í rasismann sem var beint að mér. Hversu lengi þurfum við að ganga í gegnum þetta? Það sem hann gerði er glæpur. Ætlar þú ekki að spurja út í þetta?" Sagði Luighi með tárin í augunum.
„Hvað ætlar Fótboltasamband suður ameríku að gera í þessu? Hvað ætlar brasilíska sambandið að gera í þessu? Ætlaru ekki að spurja út í það? Þú ætlaðir ekki að gera það er það nokkuð?"
Athugasemdir