Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 08. mars 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grét í viðtali eftir að hafa orðið fyrir rasisma
Luighi í baráttunni á HM u17
Luighi í baráttunni á HM u17
Mynd: EPA
Luighi, 18 ára gamall leikmaður brasilíska liðsins Palmeiras, grét í sjónvarpsviðtali eftir leik u20 liðs félagsins gegn Cerro Porteno í Meistaradeild Suður Ameríku.

Stuðningsmaður Cerro Porteno lék eftir apa í áttina að leikmönnum Palmeiras. Luighi kvartaði undan hegðuninni við dómara leiksins í kjölfarið.

Luighi fór í viðtal eftir leikinn en hann var ekki sáttur með að fréttamaðurinn hafi ekki spurt hann strax út í atvikið.

„Í alvöru? Ætlaru ekki að spurja mig út í rasismann sem var beint að mér. Hversu lengi þurfum við að ganga í gegnum þetta? Það sem hann gerði er glæpur. Ætlar þú ekki að spurja út í þetta?" Sagði Luighi með tárin í augunum.

„Hvað ætlar Fótboltasamband suður ameríku að gera í þessu? Hvað ætlar brasilíska sambandið að gera í þessu? Ætlaru ekki að spurja út í það? Þú ætlaðir ekki að gera það er það nokkuð?"
Athugasemdir
banner
banner
banner