Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 08. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hvíti riddarinn fær tvo leikmenn frá Árbæ
Mynd: Hvíti riddarinn
Hvíti Riddarinn hefur nælt í tvo leikmenn fyrir átökin í 3. deildinni næsta sumar. Báðir koma þeir úr röðum Árbæjar.

Ástþór Ingi Runólfsson og Jonathan Aaron Belanyi eru mættir til Hvíta riddarans.

Ástþór er miðjumaður og er fæddur árið 2002. Hann er uppalinn í ÍR en hefur einnig leikið með Létti, hann var í herbúðum Árbæjar tvö síðustu tímabil.

Jonathan er 27 ára fjölhæfur sóknarmaður. Hann er uppalinn hjá Þrótti en hóf meistaraflokksferilinn með SR. Hann hefur komið víða við en hann hefur leikið með KV, KFG og Þrótti. Hann gekk til liðs við Árbæ árið 2022.

Hvíti riddarinn hafnaði í 6. sæti í 3. deild síðasta sumar.
Athugasemdir
banner