Jurgen Klopp, fyrrum stjóri Liverpool, ætlar ekki að láta sig vanta í Liverpool borg þegar tímabilinu í úrvalsdeildinni lýkur.
Eins og staðan er í dag er Liverpool í ansi góðri stöðu til að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp sagði á viðburði í Suður Afríku að hann ætlaði sér að fagna titlinum í Liverpool.
Klopp stýrði Liverpool til sigurs í úrvalsdeildinni árið 2020 en það var fyrsti Englandsmeistaratitill liðsins í þrjátíu ár.
Eins og staðan er í dag er Liverpool í ansi góðri stöðu til að vinna ensku úrvalsdeildina en Klopp sagði á viðburði í Suður Afríku að hann ætlaði sér að fagna titlinum í Liverpool.
Klopp stýrði Liverpool til sigurs í úrvalsdeildinni árið 2020 en það var fyrsti Englandsmeistaratitill liðsins í þrjátíu ár.
„Já það er planið en ég verð ekki í rútunni. Ég verð þarna með fólkinu sem þið sáuð þegar þið voruð að alast upp, það er hugmyndin," sagði Klopp.
Hann hefur ekki farið á Anfield síðan hann hætti sem stjóri Liverpool síðasta sumar.
„Ég vildi ekki fara fyrr því ég vildi ekki 'jinxa' þetta. Hugsið ykkur ef þeir tapa í fyrsta sinn sem ég mæti. Ég fer þegar þetta er orðið ljóst," sagði Klopp.
Athugasemdir