Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 08. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Snýr aftur hjá PSV eftir tæpt ár á meiðslalistanum
Mynd: EPA
Sergino Dest, bakvörður PSV, er í leikmannahópi liðsins í dag í fyrsta sinn í ellefu mánuði.

Hann snýr aftur í hópinn eftir að hafa slitið krossband á æfingu í apríl í fyrra. Hann var á láni frá Barcelona en þrátt fyrir meiðslin ákvað félagið að festa kaup á honum.

Þetta er kærkomið fyrir PSV þar sem ríkjandi meistararnir eru í 2. sæti hollensku deildarinnar, átta stigum á eftir Ajax.

Þá er liðið svo gott sem fallið úr leik í Meistaradeildinni eftir 7-1 tap gegn Arsenal í vikunni.
Athugasemdir
banner