Sergino Dest, bakvörður PSV, er í leikmannahópi liðsins í dag í fyrsta sinn í ellefu mánuði.
Hann snýr aftur í hópinn eftir að hafa slitið krossband á æfingu í apríl í fyrra. Hann var á láni frá Barcelona en þrátt fyrir meiðslin ákvað félagið að festa kaup á honum.
Hann snýr aftur í hópinn eftir að hafa slitið krossband á æfingu í apríl í fyrra. Hann var á láni frá Barcelona en þrátt fyrir meiðslin ákvað félagið að festa kaup á honum.
Þetta er kærkomið fyrir PSV þar sem ríkjandi meistararnir eru í 2. sæti hollensku deildarinnar, átta stigum á eftir Ajax.
Þá er liðið svo gott sem fallið úr leik í Meistaradeildinni eftir 7-1 tap gegn Arsenal í vikunni.
Athugasemdir