Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 08. apríl 2025 09:13
Innkastið
Aganefndin fundar í dag - „Pjúra rautt en bara einn leikur að mínu mati“
Það kemur í ljós í dag hvort Aron sleppi með einn leik í bann.
Það kemur í ljós í dag hvort Aron sleppi með einn leik í bann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Arnarsson var fjórði dómari á leiknum.
Sveinn Arnarsson var fjórði dómari á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Sigurðarson, nýr fyrirliði KR, missti hausinn í augnablik og fékk rautt spjald í 2-2 jafntefli KA og KR í Bestu deildinni á sunnudag. Andri Fannar Stefánsson, leikmaður KA, lá skyndilega eftir á vellinum þegar boltinn var ekki nálægt.

Fram kom í Innkastinu að dómarar leiksins hefðu skilað inn sérstakri skýrslu um atvikið, um ofsafengna framgöngu, og mun aganefnd KSÍ ákveða í dag hvort Aron fái þyngra bann en einn leik.

„Þetta er pjúra rautt. Maður sér ekki olnbogann í myndbandinu en hann keyrir inn í hann, hann er ekki að hugsa um boltann og keyrir upp í manninn. En vonandi er þetta bara einn leikur," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu en hann hafði skoðað myndband sem náðist á Spiideo vél á vellinum. Þar sést að fjórði dómarinn er rétt hjá atvikinu og snýr að því.

„Það er væntanlega Svenni (Sveinn Arnarsson) fjórði dómari sem sér þetta. Að mínu mati á þetta bara að vera einn leikur í bann en hann sér þetta betur."

Það er nýbúið að gera Aron að fyrirliða KR og í þættinum er hann lastaður fyrir að missa hausinn og skilja liðsfélaga sína eftir tíu. Aron verður í banni gegn Val í næstu umferð.

„Það er búið að gefa honum lyklana að því að leiða þetta lið. Það er engum blöðum um það að fletta að hann er besti leikmaðurinn í þessu liði," segir Tómas Þór Þórðarson en Aron átti ekki góðan leik á Akureyri.

„Gaurinn með bandið fékk rautt eftir ömurlegan leik. Þetta var ekki það versta sem hann gerði í leiknum," segir Valur en Aron vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið þegar Fótbolti.net leitaði eftir því í gær.
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Athugasemdir
banner