Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 08. apríl 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Tristan fórnarlamb nýrrar reglu í Svíþjóð
Daníel Tristan skoraði þrennu í bikarleik seint á síðasta ári.
Daníel Tristan skoraði þrennu í bikarleik seint á síðasta ári.
Mynd: Malmö FF
Það er regla í sænsku úrvalsdeildinni sem hámarkar leyfilegan „útlendingafjölda" í hverjum leikdagshópi. Félög mega ekki vera með fleiri en níu sem teljast sem erlendir leikmenn.

Svíar að sjálfsögðu teljast ekki sem útlendingar en líka þeir erlendu leikmenn sem voru a.m.k. þrjú ár hjá sænsku félagi á meðan þeir voru 12-21 árs.

Eitt af félögunum sem er með fleiri erlenda leikmenn í sínum hópi er meistaralið Malmö og fjallar Fotbollskanalen um það í dag að íslenski U19 landsliðsmaðurinn, Daníel Tristan Guðjohnsen, sé ákveðið fórnarlamb þessarar reglu því hann hafi verið geymdur utan hóps í byrjun móts.

„Þessi kvóti er eitthvað sem við þurfum að fara eftit. Það er aldrei gaman þegar leikmenn eru utan hóps, sama af hverju það er. Við eru með stóran og breiðan hóp, og því miður eru margir hæfileikaríkir leikmenn utan leikdagshópsins," segir Daniel Andersson sem er íþróttastjóri Malmö.

Daníel Tristan kom til Malmö frá Real Madrid á Spáni árið 2022 og verður í ágúst búinn að vera'í þrjú ár hjá Malmö. Þá telst hann ekki lengur sem útelndingur. „Það er að sjálfsögðu jákvætt," segir Andersson.

Daníel Tristan er 19 ára framherji sem á að baki 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann hefur til þessa komið við sögu í fjórum leikjum með Malmö og skorað þrjú mörk.

Hjá Malmö er Daníel liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar.
Athugasemdir
banner
banner