Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   þri 08. apríl 2025 15:52
Elvar Geir Magnússon
Nýtt sjónarhorn á draugamarkið - „Held að hann sé klárlega inni miðað við þetta“
Var boltinn allur inni?
Var boltinn allur inni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann FH 2-1 í Bestu deildinni í gær en mikil umræða hefur verið um fyrsta markið í leiknum.

Dæmt var að boltinn hefði farið inn en myndavélarnar á Stöð 2 Sport voru ekki nægilega vel staðsettar til að skera úr um hvort Gylfi Már Sigurðsson aðstoðardómari hafi haft rétt fyrir sér.

Nú hefur Stjarnan birt nýtt sjónarhorn á atvikið og má sjá það í Instagram færslu hér að neðan.

„Strákarnir sem voru í kringum þetta voru 100% á því að boltinn væri klárlega allur inni. Dómarinn tók erfiðu ákvörðunina og ég held að menn geri það ekki nema þeir séu alveg vissir," segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, í myndbandinu.

Hann fær síðan að sjá þetta nýja sjónarhorn.

„Í fljótu bragði, þá held ég að hann sé klárlega inni. Mathias er allur inni í markinu og ég held að hann sé klárlega inni miðað við þetta. Svona var þetta og við tökum því," segir Jökull.



Athugasemdir
banner