Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. maí 2022 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Aðalmarkvörðurinn ekki með en Ögmundur samt á bekknum
Mynd: Getty Images
Mikael Neville og Jón Dagur spiluðu í 1-1 jafntefli gegn SönderjyskE
Mikael Neville og Jón Dagur spiluðu í 1-1 jafntefli gegn SönderjyskE
Mynd: Getty Images
Ögmundur Kristinsson, markvörður Olympiakos í Grikklandi, sat allan tímann á varamannabekk liðsins er liðið vann Aris 1-0 í grísku deildinni í dag.

Olympiakos tryggði sér gríska meistaratitilinn á dögunum og leyfði þjálfarinn sér því að breyta aðeins til í liðinu.

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik hefur verið aðalmarkvörður liðsins á tímabilinu en hann var ekki með í dag enda titillinn tryggður.

Ögmundur hefur verið varamarkvörður liðsins á leiktíðinni ásamt hinum 19 ára gamla Konstantinos Tzolakis, en það var Tzolakis sem fékk kallið gegn Olympiakos í dag og þurfti Ögmundur því að sitja á bekknum.

Jafntefli í Íslendingaslag

Jón Dagur Þorsteinsson, sem er ný kominn úr kuldanum hjá danska liðinu AGF, spilaði allan leikinn með liðinu í 1-1 jafntefli gegn SönderjyskE í fallriðlinum í úrvalsdeildinni.

Mikael Neville Anderson lék einnig allan leikinn og þá kom Atli Barkarson inná sem varamaður hjá SönderjyskE undir lok leiksins en AGF er sjö stigum frá fallsæti þegar liðið á þrjá leiki eftir.

Andrea úr leik í Mexíkó

Maria Catharina Ólafsdóttir Gros kom inná sem varamaður á 72. mínútu er Celtic vann Spartans 3-1 í skosku úrvalsdeildinni. Celtic er í 3. sæti deildarinnar með 57 stig.

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kom þá inná hjá Club America á 83. mínútu er liðið tapaði í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni mexíkósku deildarinnar, 3-1. Pachuca hafði betur í tveimur leikjum og fer samanlagt áfram, 4-2.
Athugasemdir
banner
banner
banner