Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 08. maí 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man City getur náð þriggja stiga forystu
Manchester City mætir Newcastle United
Manchester City mætir Newcastle United
Mynd: EPA
Fjórir leikir eru á dagskrá í enska boltanum í dag en Englandsmeistararlið Manchester City getur náð þriggja stiga forystu á toppnum og þá getur Arsenal komið sér í væna stöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Þrír leikir hefjast klukkan 13:00. Arsenal fær Leeds í heimsókn á Emirates-leikvanginn en Arsenal getur náð fjögurra stiga forystu á Tottenham sem gerði jafntefli við Liverpool í gær.

Leicester spilar á meðan við Everton. Þessi leikur gæti reynst afar mikilvægur fyrir Everton en liðið situr í 18. sæti deildarinnar og í fallsæti sem stendur. Leicester er í 14. sæti.

Norwich, sem er fallið, mætir þá West Ham á Carrow Road. West Ham er ekki lengur með í baráttunni um Meistaradeildarsæti en á góðan möguleika á að ná Evrópudeildarsæti. Liðið hefur aðeins spilað 35 leiki, tveimur minna en Manchester United, sem er sex stigum fyrir ofan.

Í lokaleik dagsins mætast olíurisarnir, Manchester City og Newcastle United. Þetta er fullkomið tækifæri fyrir City að ná þriggja stiga forystu á Liverpool í titilbaráttunni.

Leikir dagsins:
13:00 Arsenal - Leeds
13:00 Leicester - Everton
13:00 Norwich - West Ham
15:30 Man City - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner