Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 08. maí 2022 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Nkunku skoraði tvö er Leipzig kom sér í góða stöðu fyrir lokaumferðina
Christopher Nkunku hættir ekki að skora
Christopher Nkunku hættir ekki að skora
Mynd: EPA
RB Leipzig er einum sigri frá því að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu en liðið vann öruggan 4-0 sigur á Augsburg í næst síðustu umferð þýsku deildarinnar í dag.

Portúgalski framherjinn Andre Silva skoraði mikilvægt mark fyrir Leipzig undir lok fyrri hálfleiks áður en franski sóknartengiliðurinn Christopher Nkunku bætti við tveimur mörkum á ellefu mínútum í síðari hálfleik áður en Emil Forsberg gerði fjórða markið úr víti.

Íslenski landsliðsmaðurinn Alfreð FInnbogason sat allan tímann á varamannabekk Augsburg.

Nkunku er nú með 20 mörk og 15 stoðsendingar í þýsku deildinni á þessu tímabili. Leipzig er nú í 4. sæti deildarinnar með 57 stig, tveimur stigum meira en Freiburg fyrir lokaumferðina.

Þýskalandsmeistarar Bayern München fóru illa að ráði sínu gegn Stuttgart en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli. Bayern lenti undir en kom til baka og náði svo forystunni áður en hálfleikurinn var úti.

Sasa Kalajdzic jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks en Stuttgart náði ekki inn sigurmarki áður en flautað var til leiksloka. Kingsley Coman var vikið af velli undir lok leiks en þessi úrslit hafa þó lítil áhrif á Bayern sem er þegar búið að vinna deildina. Stuttgart hins vegar þarf á einhverskonar kraftaverki að halda til þess að tryggja öruggt sæti.

Stuttgart þarf að vonast eftir því að Borussia Dortmund slátri Herthu Berlín í lokaumferðinni og þá þarf liðið að vinna stórt gegn Köln, annars þarf liðið að mæta liðinu sem lendir í 3. sæti B-deildarinnar í umspili um sæti í efstu deild.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 2 - 2 Stuttgart
0-1 Tiago Tomas ('8 )
1-1 Serge Gnabry ('35 )
2-1 Thomas Muller ('44 )
2-2 Sasa Kalajdzic ('52 )
Rautt spjald: Kingsley Coman, Bayern ('90)

RB Leipzig 4 - 0 Augsburg
1-0 Andre Silva ('40 )
2-0 Christopher Nkunku ('48 )
3-0 Christopher Nkunku ('57 )
4-0 Emil Forsberg ('64 , víti)

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Borussia M.
0-1 Alassane Plea ('4 )
1-1 Goncalo Paciencia ('65 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner