Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, var himinlifandi með sína menn í síðari hállfeik gegn Völsung í dag. Grindavík var 2-0 undir þegar flautað var til hálfleiks, en vann sterkan 4-2 sigur að lokum.
Lestu um leikinn: Grindavík 4 - 2 Völsungur
,,Við sýndum karakter. Í hálfleik vorum við mjög rólegir, við breyttum ekkert en gerðum tvær skiptingar. Ég sagði í hálfleik að við myndum 3-2 eða 4-2. Þeir fóru út í síðari hálfleik, sýndu karakter og mjög mikilvægur sigur hér í dag á móti góðu liði Völsungs, gott lið og vel skipulagt," sagði Milan Stefán eftir leikinn.
,,Þegar við skorum sagði ég strax að það myndi koma, annað, þriðja og fjórða mark. Við fengum nokkur færi í seinni hálfleik og við áttum kannski að skora fleiri mörk, en ég er ánægður með fjögur mörk í dag."
Stefán Þór Pálsson hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu, en hann er á láni frá Breiðablik: ,,Við vorum mjög heppnir að fá hann. Hann er búinn að vera sýna frábæran karakter og duglegur á æfingum og það er eins og hann sé frá Grindavík. Við erum mjög heppnir að fá svona strák á láni frá Breiðablik," sagði Jankó að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir