Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 08. júní 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Youssouf Sabaly til Real Betis (Staðfest)
Real Betis hefur gengið frá fimm ára samningi við bakvörðinn Youssouf Sabaly sem kemur á frjálsri sölu frá Bordeaux.

Þessi 28 ára fyrrum leikmaður Paris St-Germain var nálægt því að ganga í raðir Fulham 2019.

Manuel Pellegrini, stjóri Real Betis, hefur verið að vinna í leikmannamálum fyrir næsta tímabil og hefur þegar tryggt sér vinstri bakvörðinn Juan Miranda sem var á láni á síðasta tímabili.

Real Betis endaði í sjötta sæti í La Liga á nýliðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner