Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Billy Sharp verður ekki með Sheffield í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur þakkað Billy Sharp fyrir hans þjónustu fyrir félagið. Félagið tilkynnti í gær að Sharp fengi ekki nýjan samning og verður hann því ekki með liðinu þegar það tekur þátt í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Sharp er 37 ára framherji sem kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Sheffield. Hann er núna að ljúka þriðja kafla sínum hjá félaginu. Alls á hann að baki 377 leiki og í þeim hefur hann skorað 129 mörk.

Á liðinni leiktíð kom hann við sögu í 45 leikjum þegar Sheffield tryggði sér sæti í deild þeirra bestu og komst alla leið í undanúrslit enska bikarsins.

Jack O'Connell og Enda Stevens fá ekki heldur nýjan samning en félagið virkjaði ákvæði í samningum þeirra Oliver Norwood, Oliver McBurnie, Wes Foderingham og Ismaila Coulibaly. Þá er félagið í viðræðum við John Fleck, Jack Robinson og Ben Osborn um nýja samninga.

Sharp hefur einnig spilað með Scunthorpe, Rushden & Diamonds, Doncaster Rovers, Southampton, Nottingham Forest, Leeds og Reading á sínum ferli. Alls hefur hann skorað 267 mörk í 693 keppnisleikjum á ferlinum.
Athugasemdir
banner