Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. júní 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur félagið ekki tilbúið fyrir komu Messi
Mynd: EPA

Lionel Messi staðfesti í gær að hann muni ganga til liðs við Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum.


Valið virtist standa á milli Barcelona, Inter Miami og Al-Hilal í Sádí Arabíu. Hann vildi ekki fara til Barcelona eftir að honum var kastað í burtu á sínum tíma vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Þá var fjölskyldan hans ekki hrifin af því að flytja til Sádí-Arabíu.

Nick Marsman markvörður Inter Miami tjáði sig í sjónvarpsviðtali um Lionel Messi en þar taldi hann öryggisgæsluna í kringum liðið ekki nægilega góða fyrir komu Messi.

„Persónulega held ég að félagið sé ekki tilbúið fyrir komu Messi. Við erum á tímabundnum velli, fólk getur bara labbað út á völlinn, það eru engin hlið. Við förum einnig af leikvangnum án gæslu. Mér finnst þeir ekki tilbúnir en ég vona að hann komi," sagði Marsman.


Athugasemdir
banner
banner
banner