Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mið 08. júlí 2015 15:15
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin
Böddi löpp hefur áttað sig á að þetta er hörkulið
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum ekkert komnir áfram þó við höfum náð í góð úrslit þarna úti,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, á fréttamannafundi í dag. Hafnfirðingar mæta finnska liðinu SJK í Kaplakrika í undankeppni Evrópudeildarinnar á morgun eftir að hafa unnið 1-0 sigur í fyrri leiknum.

„Við sáum það í fyrri leiknum að við erum að spila á móti mjög góðu liði og verðum að eiga toppleik til að fara áfram. Ég held að það sé engin spurning."

„Þetta er vel spilandi lið og allir með tölu góðir fótboltamenn, það er góð hreyfing á þeim. Við vorum búnir að skoða þá vel fyrir leikinn og vissum við hverju var að búast. Það kom mér samt örlítið á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru. Svo eru þeir líkamlega sterkir."

Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp, sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrir fyrri leikinn að SJK væri miðlungs Pepsi-deildarlið.

„Þó Böðvar hafi ákveðið að segja að þetta væri eins og miðlungslið í Pepsi-deildinni þá held ég að hann hafi áttað sig jafnvel á því eins og við hinir að þetta er mjög sterkt lið," sagði Davíð.

Þá spurði blaðamaður Vísis á fundinum hvort þetta hafi ekki í raun verið rétt hjá Bödda, FH væri nú að vinna þessi miðlungs Pepsi-deildarlið 1-0?

„Svo er það önnur pæling," svaraði Davíð.

Leikurinn á morgun hefst 19:15.

„Við ætlum okkur áfram og það yrðu mikil vonbrigði ef það tækist ekki. Ég er sannfærður um að ef við erum jafn agaðir og skipulagðir og við vorum í leiknum úti ásamt því að bæta kannski aðeins við það hversu vel við höldum boltanum þá eru flestir vegir færir í þessu einvígi. Við erum í góðri stöðu og þá er bara okkar að sýna almennilegan leik og þá förum við áfram," sagði Davíð Þór Viðarsson að lokum.

Sjá einnig:
Finnarnir telja sig eiga góða möguleika í Krikanum
Athugasemdir
banner
banner
banner