Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júlí 2020 18:55
Brynjar Ingi Erluson
Keown: Arsenal gæti selt Özil til að vernda næstu kynslóð
Mesut Özil er líklega á förum í sumar
Mesut Özil er líklega á förum í sumar
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir að Arsenal verði að selja Mesut Özil frá félaginu í sumar til þess að vernda næstu kynslóð félagsins.

Özil hefur ekki komið við sögu hjá Arsenal síðan enska úrvalsdeildin fór aftur af stað í júní.

Mikel Arteta, stjóri félagsins, segir að Özil sé ekki í nægilega góðu standi til að taka þátt í leikjum liðsins.

Það er eðlilega mikið rætt um framtíð Özil, enda er leikmaðurinn að þéna 350 þúsund pund í vikulaun. Keown telur að félagið verði að selja hann í sumar.

„Ég held að hann eigi enga framtíð hjá félaginu og þetta er sumarið þar sem leikmaðurinn gæti farið. Þetta snýst um að vernda næstu kynslóð félagsins," sagði Keown.

„Þetta er synt því hann er með ótrúlega hæfileika en ef þú ert ekki tilbúinn að leggja á þig vinnu fyrir liðið þá færðu ekki að spila með liðinu og það er nákvæmlega það sem hugmyndafræði Arteta er byggð á," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner