Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 08. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fulltrúar Íslands þreyta frumraun sína í Sambandsdeildinni
Breiðablik stígur fyrst á svið.
Breiðablik stígur fyrst á svið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku félagsliðin sem taka þátt í Sambandsdeild UEFA hefja leik þennan fimmtudaginn.

Klukkan 17:00 verður flautað til leiks í Lúxemborg þar sem Breiðablik spilar fyrri leik sinn við Racing.

FH fær svo Sligo Rovers frá Írlandi í heimsókn á Kaplakrikavöll klukkan 18:00. Stjarnan mætir einnig írsku liði á heimavelli sínum; Bohemians er í heimsókn í Garðabæ klukkan 19:45.

Þetta er fyrsta tímabil Sambandsdeildarinnar. Hér að neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpsþátt um keppnina, C-deildar Evrópukeppnina sem hefur verið sett á laggirnar og möguleika íslenskra félagsliða á tekjum með tilkomu hennar.

Elvar Geir spjallar við Birgi Jóhannsson framkvæmdastjóra ÍTF og
Björn Berg Gunnarsson deildarstjóra Greiningar Íslandsbanka.

Sambandsdeild UEFA
17:00 Racing FC Union-Breiðablik (Stade Achille Hammerel)
18:00 FH-Sligo Rovers (Kaplakrikavöllur)
19:45 Stjarnan-Bohemian FC (Samsungvöllurinn)
Íslenski boltinn í faðmi Sambandsdeildarinnar
Athugasemdir