Framundan í þessari viku eru Evrópuleikir hjá íslenskum liðum. Víkignur mætir Shamrock Rovers á morgun í forkeppni Meistaradeildarinnar og á fimmtudag tekur Valur á móti Vllaznia og Stjarnan á móti Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Breiðabik fer þá til Norður-Makedóníu og mætir þar Tikvesh.
Allir heimaleikir íslensku liðanna í Evrópukeppnunum verða sýndir á rásum Stöð 2 Sport en þetta staðfesti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem er forstöðumaður íþrótta hjá Sýn, við Fótbolta.net.
Allir heimaleikir íslensku liðanna í Evrópukeppnunum verða sýndir á rásum Stöð 2 Sport en þetta staðfesti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, sem er forstöðumaður íþrótta hjá Sýn, við Fótbolta.net.
Hann segir að unnið sé að því að útileikir íslensku liðanna verði sýndir á rásum Stöð 2 Sport og þegar hefur verið gengið frá því að leikir Víkings, Breiðabliks og Vals ytra verði sýndir en enn eigi eftir að ganga frá því að leikur Linfield og Stjörnunnar á Norður-Írlandi verði sýndur.
1. umferðin
Forkeppni Meistaradeildar karla
þriðjudagur 9. júlí
18:45 Víkingur R.-Shamrock Rovers (Víkingsvöllur)
þriðjudagur 16. júlí
19:00 Shamrock Rovers-Víkingur R. (Tallaght Stadium)
Sambandsdeildin
fimmtudagur 11. júlí
18:30 GFK Tikves-Breiðablik (National Arena Todor Proeski)
19:00 Valur-Vllaznia (Valsvöllur)
19:00 Stjarnan-Linfield (Samsungvöllurinn)
fimmtudagur 18. júlí
16:00 Vllaznia-Valur (Loro Borici Stadium)
18:45 Linfield-Stjarnan (Windsor Park)
19:15 Breiðablik-GFK Tikves (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir