Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   mán 08. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Logi, Ísak Andri og Orri Steinn á skotskónum
Mynd: Strömsgodset
Mynd: Lemos Media
Mynd: Guðmundur Svansson
Íslendingar voru á skotskónum í leikjum dagsins í Skandinavíu, þar sem Logi Tómasson skoraði eina mark Strömsgodset í jafntefli gegn botnliði Sandefjord í efstu deild norska boltans.

Logi tók forystuna fyrir Strömsgodset á 42. mínútu en gestirnir jöfnuðu fyrir leikhlé og urðu lokatölur 1-1. Logi hefur verið í afar mikilvægu hlutverki hjá Strömsgodset þar sem hann leikur sem vinstri vængbakvörður og er núna kominn með 3 mörk og 4 stoðsendingar í 15 leikjum fyrir félagið.

Strömsgodset er áfram í sjötta sæti deildarinnar eftir þetta jafntefli, þremur stigum á eftir Júlíusi Magnússyni og félögum í Fredrikstad sem töpuðu Íslendingaslag í dag.

Júlíus bar fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn í 3-1 tapi á útivelli gegn Kristiansund, þar sem Hilmir Rafn Mikaelsson lék allan leikinn í liði heimamanna.

Kristiansund er í 7. sæti norsku deildarinnar eftir þennan sigur gegn tíu andstæðingum, fimm stigum á eftir Fredrikstad sem situr áfram í 5. sæti eftir slæmt gengi í síðustu umferðum.

Í efstu deild í Svíþjóð var Ísak Andri Sigurgeirsson á skotskónum þegar hann gerði eina mark IFK Norrköping í tapleik á heimavelli. Makið var glæsilegt en hægt er að sjá það hérna.

Ísak Andri og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn er Norrköping tapaði fyrir Djurgården og situr félagið óvænt í fallsæti. Þar er Norrköping með 11 stig eftir 13 umferðir, en þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð.

Valgeir Lunddal Friðriksson lagði að lokum upp sigurmark BK Häcken á útivelli gegn Västerås SK. Valgeir byrjaði í bakverði og gaf stoðsendingu á 84. mínútu í 1-2 sigri.

Hacken er í fjórða sæti Allsvenskan með 23 stig eftir 14 umferðir.

Orri Steinn Óskarsson skoraði þá í þægilegum fimm marka sigri FC Kaupmannahafnar í æfingaleik gegn austurríska félaginu Tirol, en Nökkvi Þeyr Þórisson lék allan leikinn í 4-1 tapi St. Louis City í MLS deildinni.

Nökkvi byrjaði í fremstu víglínu en mistókst að skora gegn Colorado Rapids. St. Louis er að eiga mikið vonbrigðatímabil eftir að hafa gert frábæra hluti á deildartímabilinu í fyrra.

Kristiansund 3 - 1 Fredrikstad

Stromsgodset 1 - 1 Sandefjord

1-0 Logi Tómasson ('42)
1-1 L. Mettler ('45)

Vasteras 1 - 2 Hacken

Norrkoping 1 - 3 Djurgarden

0-1 D. Hummet ('13)
0-2 T. Gulliksen ('60)
1-2 Ísak Andri Sigurgeirsson ('63)
1-3 B. Sabovic ('68)

Tirol 0 - 5 FC Copenhagen
0-1 Jordan Larsson ('41)
0-2 Viktor Claesson ('45)
0-3 Amin Chiakha ('52)
0-4 Orri Steinn Óskarsson ('71)
0-5 Thomas Jörgensen ('80)

Colorado Rapids 4 - 1 St. Louis City
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner