Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
banner
   mán 08. júlí 2024 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon borgar um 30 milljónir fyrir Nuamah (Staðfest)
Nuamah í baráttu við Azzedine Ounahi, leikmann Marseille.
Nuamah í baráttu við Azzedine Ounahi, leikmann Marseille.
Mynd: EPA
Nuamah skoraði 20 og gaf 5 stoðsendingar í 49 leikjum með Nordsjælland.
Nuamah skoraði 20 og gaf 5 stoðsendingar í 49 leikjum með Nordsjælland.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Lyon er búið að festa kaup á kantmanninum knáa Ernest Nuamah, sem kemur úr röðum RWD Molenbeek í Belgíu.

Nuamah gerði garðinn frægan með Nordsjælland í Danmörku, sem krækti í hann frá akademíu í Gana í byrjun árs 2022.

Nuamah er 20 ára gamall og hefur þegar skorað 3 mörk í 12 leikjum fyrir A-landslið Gana.

Nordsjælland seldi Nuamah til Molenbeek í Belgíu í fyrrasumar, en Molenbeek er í eigu John Textor, sem á líka Lyon og Crystal Palace.

Lyon vildi kaupa leikmanninn í fyrra en hefði brotið fjármálareglur frönsku deildarinnar og evrópska fótboltasambandsins með því að festa kaup á honum.

Molenbeek keypti leikmanninn því í staðinn fyrir um 30 milljónir evra og lánaði hann beint til Lyon.

Nuamah skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Lyon, sem kaupir hann fyrir sömu upphæð og Molenbeek greiddi til Nordsjælland í fyrra.

Það gerir Nuamah að næstdýrasta leikmanni í sögu Lyon, eftir Moussa Niakhaté sem kom úr röðum Nottingham Forest á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner