Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Redknapp myndi allan daginn taka sénsinn á Wilson
Mynd: EPA
Reynsluboltinn Harry Redknapp segir að hann myndi taka sénsinn á Callum Wilson ef hann væri stjóri liðs sem væri að koma upp í úrvalsdeildina.

Wilson er án félags eftir að samningur hans við Newcastle rann út í lok síðasta mánaðar. Hann var í fimm ár hjá Newcastle og á ferlinum hefur hann skorað 88 mörk í 239 leikjum.

Redknapp er á því að Leeds, Burnley eða Sunderland, liðin sem komu upp úr Championship deildinni í vor, ættu að taka Wilson fyrir komandi tímabil.

„Algjörlega. Hann hefur glímt við meiðsli, en hann skorar mörk, hann er góður gæi og ég myndi allan daginn taka hann," segir Redknapp á talkSPORT.

„Hann væri innspýting eins og Kyle Walker (sem fór í Burnley), ef þú færð svona leikmenn inn þá gerir það helling."

„Ég myndi veðja á hann,"
segir Redknapp.
Athugasemdir
banner