Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. ágúst 2020 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú halda liðin til Portúgal - Leiktímar í 8-liða úrslitum
Nú halda liðin til Portúgal.
Nú halda liðin til Portúgal.
Mynd: Getty Images
Í kvöld kláruðust 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með tveimur leikjum.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit

Eins og margoft hefur komið fram eru þetta fordæmalausir tímar. Meistaradeildin ætti fyrir löngu að vera búin en vegna kórónuveirunnar seinkaði síðasta hluta keppninnar og var honum breytt.

Átta liða úrslitin og undanúrslitin ættu að vera leikin á heimavelli liðanna í tveggja leikja einvígi, en það verður ekki núna. Öll liðin halda til Lissabon í Portúgal þar sem 8-liða úrslitin, undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram. Það verður stórmótafyrirkomulag, bara einn leikur í 8-liða úrslitum og undanúrslitum.

Leiktímar í 8-liða úrslitum:
12. ágúst, Atalanta - Paris Saint Germain
13. ágúst, RB Leipzig - Atletico Madrid
14. ágúst, Barcelona - Bayern München
15. ágúst, Man City - Lyon

Allir leikirnir hefjast klukkan 19:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner