Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 08. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi á batavegi - Lagður inn á spítala með Covid-19
Mynd: Getty Images
Auðkýfingurinn Silvio Berlusconi, fyrrum forseti AC Milan og núverandi forseti AC Monza í Serie B, greindist með Covid-19 í síðustu viku.

Til að byrja með var þessi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu einkennalaus en eftir nokkra daga var hann lagður inn á spítala.

Nú hafa þær fregnir borist að Berlusconi, 84 ára gamall, sé á batavegi. Læknar á spítalanum eru hissa á því hversu vel og hratt Berlusconi hefur verið að ná sér.

Berlusconi fékk slæma lungnabólgu vegna vírussins og var lagður inn á spítala í kjölfarið.

„Berlusconi er á fjórða degi hér hjá okkur og hann hefur verið að bæta sig stöðugt. Svar ónæmiskerfisins hans er frábært og við höfum ekki þurft að setja hann í öndunarvél," sagðu Alberto Zangrillo, læknir á San Raffaele spítalanum í Mílanó.
Athugasemdir
banner
banner
banner