Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. september 2020 18:21
Atli Arason
Yfirlýsing stelpnanna: Þeir létu okkur ekki vita að þeir væru í sóttkví
Málefnið hefur ratað á forsíður fjölda blaða í dag
Phil Foden, leikmaður Manchester City.
Phil Foden, leikmaður Manchester City.
Mynd: Getty Images
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United.
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Forsíða Daily Mirror í dag.
Forsíða Daily Mirror í dag.
Mynd: www
Nadía Sif Líndal og Lára Clausen, stelpurnar tvær sem hittu þá Mason Greenwood og Phil Foden á Hótel Sögu á sunnudaginn hafa báðar gefið út yfirlýsingar á Instagram vegna málsins sem hefur farið eins og eldur í sinu í heimspressunni síðustu daga og klukkustundir.

Nadía segist vita til þess að hún hafi mögulega gert rangt. Hún hafði áður birt myndir í 'story' hjá sér, einungis til að deila með nánasta vinahópi en einhver hafi þá náð skjáskotum. Hún þvertekur fyrir að hafa sjálf deilt einhverju efni með fjölmiðlum. „Já ég gerði mistök líka. Aldrei sagðist ég ekki hafa gert nein mistök. Ég mun þó verja sjálfa mig frá sögum sem eru ekki sannar,“ skrifaði Nadía á Instagram í gær.

Lára Clausen birti einnig myndband í Instagram story í gærkvöld.

„Ég vil segja frá minni hlið, réttri hlið á þessu máli sem hefur vakið meiri athygli en ég hefði einhvern tímann getað hugsað mér.
Til að svara aðalspurningunni: 'já, ég er manneskjan sem tók strákana upp og það voru huge mistök hjá mér, algjört hugsunarleysi',“
sagði Lára í myndbandinu.

Lára segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu frægir Greenwood og Foden voru raunverulega þar sem hún hefur aldrei fylgst með fótbolta að neinu viti.

„Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað ég væri að setja á netið. Ég þurfti að læra það the hard way að það á ekki allt heima á Internetinu og maður verður að passa hvað maður setur á netið. Eins og ég segi, algjört hugsunarleysi.“

Stelpurnar hafa báðar gefið það út að þær vissu ekki eða ensku landsliðsmennirnir væru í sóttkví.

„Ég var að setja þetta í private story á snapchat-inu mínu sem ég hugsaði aldrei að gæti farið eitthvað lengra. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hverjir þessir strákar voru og hversu stórt þetta yrði að þeir hefðu boðið stelpum á hótelið og hitt þær. Þeir létu okkur samt ekki vita að þeir væru í sóttkví,“ sagði Lára.

„Enn eitt hugsunarleysið sem allt þetta kvöld var er að við hugsuðum ekki hvort þeir væru í sóttkví. Ég get lofað öllum því að ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið þangað vitandi að því að þeir væru í sóttkví. Ég get sagt þetta fyrir bæði mig og Nadíu,“ bætti Lára við.

Fram hefur komið að stelpurnar hafa orðið fyrir miklu áreiti á samfélagsmiðlum vegna málsins og hafa þær fengið alls konar ljót skilaboð m.a. verið kallaðar hjónabandsdjöflar og druslur.

„Ein svona mistök geta haft rosaleg áhrif á ferilinn þeirra og náttúrlega á okkur líka á sama tíma. Þessi skilaboð sem maður er að fá, maður á ekki að taka mark á þeim en maður gerir það alltaf samt, maður tekur alltaf eftir einhverju. Ef ég fengi að velja þá hefði ég frekar aldrei póstað þessu videoi í staðinn fyrir að lenda í þessu.“

Lára hefur fengið mikið af skilaboðum alls staðar að eftir að málið komst í hámæli.

„Það eru margir sem hafa sent mér að hann eigi kærustu og að hann eigi barn, hvort ég hefði ekki pælt í því. Ég vissi það ekki. Ég googlaði ekki manneskjuna áður en ég fór að hitta hann, sem ég hefði kannski átt að gera. Ég finn til með öllum í kringum hann, fjölskyldunni, kærustunni, liðsfélögunum og honum líka. Það er mikil heiður fyrir þá að spila með landsliðinu og að það sé tekið af þeim er ömurlegt,“ sagði Lára svekkt.

Stelpurnar tvær eru nú undir rannsókn hjá lögreglunni fyrir þetta athæfi en möguleiki er á því að þær hafi brotið sóttvarnarlög. Þetta myndband sem Lára tók upp gæti því haft ennþá alvarlegri afleiðingar.

„Margir sem hafa spurt mig af hverju ég var að taka þá upp ef ég viti ekkert hverjir þetta eru. Við létum einhverja vita hvert við værum að fara og gerði mér alveg grein fyrir því að þeir væru eitthvað þekktir en alls ekki eins þekktir og þeir raunverulega eru. Þetta voru mikil mistök hjá öllum aðilum að hafa ekki hugsað lengra heldur en það sem gerðist. Við hefðum 100% átt að stoppa og hugsa, reyna að setja 2 og 2 saman en það bara gerðist ekki. Við getum ekki tekið neitt til baka. Þetta er bara eitthvað sem maður þarf að lifa með og sætta sig við. Maður hefði gert margt öðruvísi ef maður hefði fengið tækifærið til að hugsa sig tvisvar um,“ sagði Lára að lokum.

Sóttvarnarráðstafanir eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. Enn sem komið er hefur þó enginn þessara fjórmenninga verið greindur með Covid-19 veiruna. Þetta mál gæti því verið einn stærsti stormur í vatnsglasi í langan tíma.

Ásamt öllu mótlætinu hafa þær Lára og Nadía einnig fengið stuðnings skilaboð úr ýmsum áttum, meðal annars frá alþingismönnunum Hönnu Katrínu Friðriksson og Helgu Völu Helgadóttur.





Sjá einnig:
Stelpurnar nafngreindar í fjölmiðlum á Englandi: Fullkomnir herramenn
Yfirlýsing frá Foden: Ég tók slæma ákvörðun
Íslenska lögreglan sektaði Foden og Greenwood
Myndband birt af stelpunum að spjalla við Foden og Greenwood
Yfirlýsing Man Utd: Hegðun Greenwood á Íslandi okkur vonbrigði
Foden og Greenwood biðjast afsökunar - Í tveggja vikna sóttkví?
Southgate segir málið mjög alvarlegt - Stelpurnar komu ekki inn á svæði Englands
Stelpurnar sýndu frá samskiptum sínum við Foden og Greenwood á samfélagsmiðlum
Foden og Greenwood reknir úr hópnum (Staðfest) - Æfðu ekki á Laugardalsvelli
Foden og Greenwood brutu reglur - Buðu íslenskum stelpum á hótelið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner