mið 08. september 2021 17:11
Elvar Geir Magnússon
55% landsleikja Birkis Más hafa komið eftir þrítugt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason léku báðir sinn 100. landsleik í 2-2 jafnteflinu gegn Norður-Makedóníu.

Fyrir leik Íslands og Þýskalands í kvöld verða þeir heiðraðir sérstaklega.

Þetta er stór áfangi í sögu A-landsliðs karla, því eini leikmaðurinn sem hafði áður náð hundrað leikjum er Rúnar Kristinsson, leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi, sem lék 104 landsleiki á árinum 1987 til 2004

Haukur Hilmarsson bendir á það á Twitter að athyglisvert sé að Birkir Már, sem verður 37 ára í nóvember, hafi leikið 55% landsleikja sinna eftir þrítugt.

Leikur Íslands og Þýskalands hefst 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner