Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   mið 08. september 2021 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Við gömlu hundarnir reynum að leiðbeina þeim eins og við getum
Icelandair
Birkir Már í baráttunni við Leroy Sane
Birkir Már í baráttunni við Leroy Sane
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson spilaði 101. leik sinn í 4-0 tapinu gegn Þjóðverjum í undankeppni HM í kvöld en hann fór aðeins yfir þennan landsleikjaglugga.

Þjóðverjar voru töluvert betri aðilinn í kvöld og sýndu það með þessum fjórum mörkum sem þeir skoruðu.

Íslenska liðið á lítinn möguleika á að komast áfram á HM í Katar en hann er þó ánægður með kynslóðaskiptin og þróunina á leikmönnunum.

„Þetta er frábært lið en hvað getur maður sagt þeir eru bara betri og sýndu það í dag. Við áttum ágætis spretti inn á milli en það er erfitt að eiga við þá þegar þeir eru í svona ham."

„Ef við hefðum náð að skora á undan þá hefðum við náð úrslitum þar en fyrri parturinn af Makedóníuleiknum var lélegur en náðum góðum tuttugu mínútum. Við hefðum viljað ná fleiri stigum en þegar ég lít til baka á þetta þá sér maður að það er eitthvað í gangi."

„Þó úrslitin séu ekki að detta akkurat núna þá eru þessir strákar að fá dýrmæta leiki á móti góðum mótherjum og við gömlu hundarnir reynum að leiðbeina þeim eins og við getum og svo held ég að úrslitin fari að detta hvað á hverju þegar við erum búnir að spila nokkra leiki."

„Ég vona að úrslitin fari að detta í október. Við fáum tvo heimaleiki aftur og liðið búið að spila aðeins saman, þannig þetta er að slípast saman og ég hef trú á því að úrslitin fari að detta inn á næstu mánuðum og reyna við Evrópumótið næst,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner