Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. september 2021 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna: Diljá í riðlakeppnina - Amanda og Ingibjörg úr leik
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn með Vålerenga
Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn með Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga, Bordeaux og Rosengård eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leiki kvöldsins. Diljá Zomers fer í riðlakeppnina með sænska liðinu Häcken.

Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengård sem gerði 3-3 jafntefli við þýska liðið Hoffenheim í kvöld.

Hoffenheim vann fyrri leikinn 3-0 og fer því í riðlakeppnina en Ingibjörg Sigurðardóttir og Amanda Andradóttir eru einnig úr leik eftir að hafa tapað 3-2 fyrir BK Häcken. Samanlagt 6-3.

Diljá Zomers var allan tímann á bekknum en Amanda fór af velli í hálfleik.

Svava Rós Guðmundsdóttir kom inná á 73. mínútu er Bordeaux veitti Wolfsburg alvöru leik. Fyrri leikurinn fór 3-2 fyrir Wolfsburg en þegar flautað var til loka í kvöld var staðan 3-2 fyrir Bordeaux.

Því var farið með leikinn í framlengingu og svo síðar vítaspyrnukeppni þar sem Wolfsburg vann 3-0. Hetjuleg barátta hjá franska liðinu gegn þýska stórveldinu.

Lyon vann þá Levante 2-1 og samanlagt 4-2. Sara Björk Gunnarsdóttir er barnshafandi og var því ekki með í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner