Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. september 2022 06:00
Aksentije Milisic
Arsenal setti met í leiknum gegn Man Utd
Markinu fagnað á sunnudaginn.
Markinu fagnað á sunnudaginn.
Mynd: EPA

Á sunnudaginn síðastliðinn áttust við Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna á Old Trafford.


Marcus Rashford skoraði tvö mörk og Antony eitt fyrir Man Utd en það var Bukayo Saka sem gerði mark gestanna og jafnaði leikinn í 1-1 í síðari hálfleiknum.

Það sem er áhugavert við þetta mark hjá Saka er það að hann skoraði það með vinstri fæti og hafa því síðustu tíu mörk Arsenal á þessari leiktíð öll komið með vinstri fæti.

Mjög svo áhugaverð staðreynd en Arsenal hefur skorað fjórtán mörk í ensku úrvalsdeildinni til þessa og eins og áður segir, síðustu tíu komið með vinstri fótar skoti.

Þetta er met í ensku úrvalsdeildinni en Granit Xhaka skoraði með vinstri fæti í 4-2 sigri Arsenal á Leicester um daginn og með því marki fór þessi áhugaverða hrina af stað.


Athugasemdir
banner
banner
banner