Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. september 2022 14:48
Innkastið
Óli Jó tók tryllinginn eftir skiptinguna - „Einhver samskipti sem klikka"
Óli Jó
Óli Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Átti Orri ekki að fara af velli?
Átti Orri ekki að fara af velli?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðbrögð Ólafs Jóhannessonar í kjölfar tvöfaldrar skiptingar gegn Breiðabliki á mánudag vöktu talsverða athygli. Ólafur, sem er þjálfari Vals, var ekki sáttur og var málið rætt í Innkastinu þar sem fjallað var um 20. umferðina í Bestu deildinni.

Fyrst var reyndar Ólafur sjálfur spurður í viðtali eftir leik en hann gaf ekkert uppi.

Sjá einnig:
„Margt sem þið skiljið ekki, sem betur fer, en ég skil það alveg og það er nóg"

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Skiptingin átti sér stað eftir um klukkutíma leik. Haukur Páll Sigurðsson var kominn á appelsínugult spjald og var tekinn af velli ásamt Orra Hrafni Kjartannsyni. Inn komu þeir Sebastian Hedlund og Guðmundur Andri Tryggvason.

„Ég hjó mikið eftir þessu þar sem ég var í fjölmiðlaastöðunni, þaðan sást svo vel á hlaupabrautina. Þegar Ólafur Jóhannesson horfir upp, eftir að búið var að gera þessa tvöföldu breytingu þá sér hann völlinn og Hauk Pál og Orra Hrafn vera labba utan vallar í átt að bekknum. Þá tryllist hann, tekur trylling, hoppar og er alveg brjálaður út í eitthvað. Hann fer að spyrja menn út í eitthvað en vill svo í viðtali ekki segja hvað það er," sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.

„Hann var gjörsamlega trylltur, hann var að sveifla húfunni. Hann var hoppandi reiður. Þeir segja Ágústi [Eðvaldi Hlynssyni] að stilla sér upp í holunni, þegar leikurinn er að fara aftur í gang þá stendur hann við hliðina á Arnóri [Smárasyni] í holunni," sagði Sverrir Mar Smárason. Ágúst fór svo aftur út á hægri kantinn.

„Mér sýnist á þessu að Arnór hafi átt að koma út af fyrir Guðmund Andra og Hedlund inn á fyrir Hauk Pál. Við það hefði Gústi farið inn á miðjuna og Guðmundur Andri út á kantinn. Hvernig þetta gerist hef ég ekki hugmynd um," bætti Sverrir við.

Guðmundur Andri hafði verið að gera sig kláran fyrir skiptingu. Svo brýtur Haukur Páll af sér á gulu spjaldi og heimamenn kalla eftir seinna gula spjaldinu.

„Þá er skyndilega kallað í Sebastian og Haukur Páll tekinn út af. Þar einhvern veginn mixast þetta upp," sagði Sverrir.

„Það virkar þannig á mann að Óli Jó hafi ekki hugsað þessa skiptingu svona og það sé einhver aðstoðarmaður hans sem hugsar þetta öðruvísi eða einhver samskipti sem klikka," sagði Sæbjörn.

„Skiltið segir Guðmundur inn á fyrir Hauk Pál og Orri út af fyrir Hedlund," sagði Sverrir.

„Óli vildi ekki útskýra það neitt nánar í viðtali, þá hefði hann kannski þurft að tala um sinn aðstoðarmann eða eitthvað svoleiðis. Eðlilega heldur hann þessu innan herbúðanna, en það er eitthvað sem klikkar þarna. Það er alveg augljóst," bætti Sæbjörn við.

Hlusta má á þáttinn og umræðuna hér að neðan.
Innkastið - Níu eða tíu fingur og eitt stykki Beershot
Athugasemdir
banner
banner