Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. september 2022 07:00
Aksentije Milisic
Ótrúlegur leikur í Madríd - Þrjú mörk í uppbótartíma
Hetjan!
Hetjan!
Mynd: EPA

Lokamínúturnar í leik Atletico Madrid og Porto í Meistaradeild Evrópu í gær voru ótrúlegar en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.


Liðin mættust í B-riðli en þegar 90. mínútur voru komnar á klukkuna var enn markalaust en hins vegar var uppbótartíminn átta mínútur.

Koke kom boltanum í netið fyrir heimamenn í síðari hálfleiknum en VAR steig inn í og dæmdi markið ólöglegt.

Mehdi Taremi í liði Porto fékk sitt annað gula spjald þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og gaf það leikmönnum Atletico Madrid aukinn kraft.

Mario Hermoso kom Atletico Madrid yfir á 91. mínútunni eftir sendingu frá Angel Correa. Þá heldu margir að þetta yrði sigurmark leiksins en svo varð svo sannarlega ekki.

Varnarmaður Atletico Madrid handlék knöttinn í sínum eigin vítateig á sjöttu mínútu uppbótartímans og brást Mateus Uribe ekki bogalistinn af vítapunktinum í liði Porto. Það mátti hins vegar ekki miklu muna en Jan Oblak var í boltanum.

Uppbótartíminn fór alveg upp í ellefu mínútur vegna vítaspyrnudómsins og var það Frakkinn Antonie Griezmann sem tryggði Atletico ótrúlegan sigur með síðustu snertingu leiksins eða á 101 mínútu. Magnað!

Það var síðast á tímabilinu 2003/2004 sem það koma mark seinna en þetta mark hjá Griezmann í leik í Meistaradeildinni.







Athugasemdir
banner