Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   sun 08. september 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Gat ekki tekið sér ársleyfi eins og Klopp - „Þarf að borga reikninga“
Emma Hayes
Emma Hayes
Mynd: EPA
Emma Hayes, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins, segist ekki hafa átt möguleika á því að taka sér ársleyfi frá fótbolta í sumar.

Hayes hafði stýrt kvennaliði Chelsea í tólf ár áður en hún ákvað að hoppa á tækifærið að stýra einu besta landsliði heims.

Englendingurinn reif Chelsea upp úr meðalmennskunni og gerði það að einu besta liði Evrópu, en hún hefði kosið það að fá örlítið frí áður en hún fór í næsta starf.

„Ég fæ ekki sömu laun og Jürgen Klopp og get því ekki leyft mér að taka mér ársleyfi!“ sagði Hayes við talkSPORT.

„Ég þarf að borga reikninga en á sama tíma þarf ég að vinna vinnuna sem mig hefur dreymt um allt mitt líf, en já það hefði verið ákjósanlegt að taka sér frí.“

Klopp hætti með Liverpool í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í níu ár og sagðist alveg úrvinda. Hann verður að minnsta kosti í ársleyfi frá þjálfun.

„Stundum er breyting jafngóð og hvíldin. Ég fann það eftir sumarið bara með því að upplifa ólíka hluti, ferðast á ólíka staði og tengja við ólíkt fólk,“ sagði Hayes.

Hayes fer vel af stað með Bandaríkin en hún gerði landsliðið að Ólympíumeistara í síðasta mánuði. Hún þénar nú um 290 milljónir íslenskra króna í árslaun, sem er töluverð launahækkun frá síðasta starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner