Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   sun 08. september 2024 19:38
Hilmar Jökull Stefánsson
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Lengjudeildin
Omar Sowe var að vonum ánægður eftir sigur og hann með 2 mörk.
Omar Sowe var að vonum ánægður eftir sigur og hann með 2 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Omar Sowe skoraði 2 marka Leiknis í 2-3 sigri Breiðhyltinga á Þrótturum á Avis-vellinum í Laugardalnum. Í viðtali við .net eftir leik fór hann yfir víðan völl þar sem hann kom meðal annars inn á framtíð sína og hvort hann myndi spila áfram á Íslandi á næsta tímabili.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð að leik loknum?

„Þetta voru jákvæð úrslit og strákarnir brugðust vel við. Þjálfarinn vill að við náum í síðustu 6 stigin sem við eigum möguleika á á tímabilinu. Núna náðum við þremur og í næstu viku tökum við aftur þrjú.“

Þróttur voru hættulegri og sterkari aðilinn fyrstu 20 mínúturnar en Leiknir komst á lagið eftir að hafa komist yfir og skoraði 3 á 6 mínútum.

„Ég vildi að þau hefðu verið 4, við hefðum getað verið með 4, 5 mörk en ég tek þessum þremur. Við vorum með augnablikið með okkur eftir fyrsta markið og sáum þá byrja að setja hökuna í grasið og ákváðum að halda áfram að þrýsta á þá.“

Lítið gerðist í leiknum eftir að þið skorið þessi þrjú mörk þar til þeir skora fyrra markið sitt á 80. mínútu. Hvað gerðist hjá ykkur eftir það?

„Við slökktum allir á okkur, of oft, varnarlega. Það byrjar augljóslega hjá mér uppi á topp og eins og ég sagði þá fengu þeir fín færi sem þeir hentu öllu í undir restina. Við hefðum getað brugðist öðruvísi við og aðlagað okkur betur að þeirra leikstíl. Þeir spiluðu með 5 í vörn en við náðum ekkert að opna þá undir lokin.“

Hvað er framundan hjá þér? Leiknir eða Besta á næsta ári?

„Ég er ekki viss, það er allt opið hjá mér fyrir næsta ár. Ég vil að sjálfsögðu spila á eins háu getustigi og ég mögulega get. Ég er mjög spenntur fyrir undirbúningstímabilinu og að skoða mína kosti áður en ég finn rétta liðið.

Ég vil ekki vera að flakka á milli liða heldur vil ég frekar festa rætur einhvers staðar og sanna mig sem atvinnumann. Ég er ekki viss hvar ég enda. Ég átti möguleika á að fara til Fylkis og það er í raun ennþá allt opið, þetta (innsk blm: sumarglugginn) var í raun ekki rétta tímasetningin.“

Bara á milli okkar, ætlaru að spila á Íslandi eða erlendis á næsta ári?

„Mér finnst Besta deildin mjög góð deild, með topp topp leikmönnum. Margir fara þaðan í bestu liðin í Skandinavíu og það er mitt markmið, hvort sem það er eftir ár í Bestu eða annars staðar. Ég er ekki á móti því að halda áfram á Íslandi. Mér finnst þetta fallegt land með marga kosti þannig við sjáum til hvar ég enda.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir