Man Utd heldur áfram að reyna við Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast til Santos og Aston Villa hefur áhuga á varnarmanni Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 08. september 2024 19:38
Hilmar Jökull Stefánsson
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Lengjudeildin
Omar Sowe var að vonum ánægður eftir sigur og hann með 2 mörk.
Omar Sowe var að vonum ánægður eftir sigur og hann með 2 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Omar Sowe skoraði 2 marka Leiknis í 2-3 sigri Breiðhyltinga á Þrótturum á Avis-vellinum í Laugardalnum. Í viðtali við .net eftir leik fór hann yfir víðan völl þar sem hann kom meðal annars inn á framtíð sína og hvort hann myndi spila áfram á Íslandi á næsta tímabili.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 Leiknir R.

Fyrstu viðbrögð að leik loknum?

„Þetta voru jákvæð úrslit og strákarnir brugðust vel við. Þjálfarinn vill að við náum í síðustu 6 stigin sem við eigum möguleika á á tímabilinu. Núna náðum við þremur og í næstu viku tökum við aftur þrjú.“

Þróttur voru hættulegri og sterkari aðilinn fyrstu 20 mínúturnar en Leiknir komst á lagið eftir að hafa komist yfir og skoraði 3 á 6 mínútum.

„Ég vildi að þau hefðu verið 4, við hefðum getað verið með 4, 5 mörk en ég tek þessum þremur. Við vorum með augnablikið með okkur eftir fyrsta markið og sáum þá byrja að setja hökuna í grasið og ákváðum að halda áfram að þrýsta á þá.“

Lítið gerðist í leiknum eftir að þið skorið þessi þrjú mörk þar til þeir skora fyrra markið sitt á 80. mínútu. Hvað gerðist hjá ykkur eftir það?

„Við slökktum allir á okkur, of oft, varnarlega. Það byrjar augljóslega hjá mér uppi á topp og eins og ég sagði þá fengu þeir fín færi sem þeir hentu öllu í undir restina. Við hefðum getað brugðist öðruvísi við og aðlagað okkur betur að þeirra leikstíl. Þeir spiluðu með 5 í vörn en við náðum ekkert að opna þá undir lokin.“

Hvað er framundan hjá þér? Leiknir eða Besta á næsta ári?

„Ég er ekki viss, það er allt opið hjá mér fyrir næsta ár. Ég vil að sjálfsögðu spila á eins háu getustigi og ég mögulega get. Ég er mjög spenntur fyrir undirbúningstímabilinu og að skoða mína kosti áður en ég finn rétta liðið.

Ég vil ekki vera að flakka á milli liða heldur vil ég frekar festa rætur einhvers staðar og sanna mig sem atvinnumann. Ég er ekki viss hvar ég enda. Ég átti möguleika á að fara til Fylkis og það er í raun ennþá allt opið, þetta (innsk blm: sumarglugginn) var í raun ekki rétta tímasetningin.“

Bara á milli okkar, ætlaru að spila á Íslandi eða erlendis á næsta ári?

„Mér finnst Besta deildin mjög góð deild, með topp topp leikmönnum. Margir fara þaðan í bestu liðin í Skandinavíu og það er mitt markmið, hvort sem það er eftir ár í Bestu eða annars staðar. Ég er ekki á móti því að halda áfram á Íslandi. Mér finnst þetta fallegt land með marga kosti þannig við sjáum til hvar ég enda.“

Viðtalið í heild sinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner