Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. október 2019 08:35
Elvar Geir Magnússon
Solskjær óttast um starf sitt - Leikmenn hættir að hlusta
Powerade
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Gabriel Martinelli.
Gabriel Martinelli.
Mynd: Getty Images
Solskjaer, Dembele, Pulisic, Martinelli, Guardiola og fleiri í slúðurpakka dagsins. Slúðurpakkinn er að þessu sinni skrifaður í Liepaja í Lettlandi.

Ole Gunnar Solskjær óttast að stórt tap í næsta leik Manchester United, heimaleiknum gegn Liverpool, muni setja starf sitt í hættu. (Mail)

Nokkrir leikmenn United hafa misst trú á Norðmanninum og hann telur að sumir þeirra séu hættir að hlusta á sig. (Sun)

Solskjær þarf 300 milljón pund til að eyða og þarf að kaupa sóknarmann a borð við Harry Kane (26) hjá Tottenham. Þetta segir Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Manchester United og Grindavíkur. (TalkSport)

Kane ætti að yfirgefa Tottenham og fara til Manchester City. Þetta segir Glen Johnson, fyrrum landsliðsmaður Englands. (Betdaq)

Manchester United ætlar að opna veskið í janúar og fá inn nýja menn til að reyna að rétta gengi sitt við. (Express)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er að fara í viðræður við Daniel Levy, eiganda félagsins, um áætlanir fyrir janúargluggann. Rætt verður um framtíð Eric Dier (25) og Christian Eriksen (27) sem er á blaði hjá Real Madrid. (Star)

Everton er að undirbúa janúartilboð í Moussa Dembele (23), franska sóknarmanninn hjá Lyon. Dembele hefur verið orðaður við Manchester United og gæti kostað um 40 milljónir punda. (Star)

Christian Pulisic (21) viðurkennir að vera pirraður yfir því að hafa ekki spilað meira síðan Chelsea keypti hann á 58 milljónir punda frá Borussia Dortmund. (Guardian)

Gabriel Martinelli (18), sóknarmaður Arsenal, þarf að taka ákvörðun um landsliðsframtíð sína en Brasilía og Ítalia vilja bæði fá hann. Hann fæddist í Brasilíu en faðir hans er ítalskur. (Mirror)

Julian Joachim (45), fyrrum sóknarmaður Aston Villa, spilaði sinn fyrsta leik fyrir 10. deildarliðið Bourne Town og skoraði öll fjögur mörkin í 4-3 sigri gegn Raunds Town í utandeildinni. (Birmingham Mail)

Sóknarmaðurinn Salomon Rondon (30) viðurkennir að hann hefði viljað skrifa undir samning við Newcastle United en hefði ekki fengið kost á því eftir lánsdvölina síðasta tímabil. Hann endaði því hjá Dalian Yifang í Kína. (Newcastle Chronicle)

Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist þurfa að fá inn nýjan sóknarmann í janúar til að geta barist um að enda í topp sex. Þá vill hann einnig fá bakvörð þegar glugginn opnar. (Standard)

Pep Guardiola reifst við David Silva eftir tap Manchester City gegn Wolves á sunnudag. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner