Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. október 2020 13:21
Elvar Geir Magnússon
Fimm af 22 liðum í Pepsi Max-deildunum sem mega æfa
Úr leik Magna og Þórs í Lengjudeild karla.
Úr leik Magna og Þórs í Lengjudeild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu hafa verið beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október.

Sjö af tíu liðum í Pepsi Max-deild kvenna eru á höfuðborgarsvæðinu og tíu af tólf í Pepsi Max-deild karla.

Í kvennadeildinni mega Selfoss, ÍBV og Þór/KA halda æfingum áfram en önnur lið eru beðin um að gera hlé á æfingum. Í karladeildinni eru það KA og ÍA sem mega æfa.

Í Lengjudeild karla, þar sem mikil spenna er á toppi og botni, eru fjögur lið á höfuðborgarsvæðinu sem gera hlé á æfingum. Það eru Leiknir og Fram sem eru í baráttu um að komast upp, Þróttur sem er í fallbaráttu og Afturelding sem siglir lygnan sjó. Átta af liðunum í deildinni eru utan höfuðborgarsvæðisins.

Ljóst er að ekki er mælst til þess að leikmenn sem eru á höfuðborgarsvæðinu en spila hjá liðum utan þess séu að mæta á æfingar.

„Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til," segir í tilmælunum.

„Framkvæmdastjórn ÍSÍ beinir því einnig til íþróttahreyfingarinnar í heild að taka tillit til þeirra aðstæðna sem skapast hafa á höfuðborgarsvæðinu og þeirra aðgerða sem sérsambönd ÍSÍ hafa þurft að grípa til í kjölfarið."

Óvissa er um hvenær eða hvort Íslandsmótið getur hafist að nýju en núgildandi tilmæli gilda til 19. október eins og áður sagði.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner