banner
   fim 08. október 2020 11:35
Magnús Már Einarsson
Smit í yngri flokkum Víkings - Fella niður æfingar
Mynd: Getty Images
Víkingur R. hefur ákveðið að fella niður allar æfingar yngri flokka eftir að smit kom upp hjá félaginu.

Tveir leikmenn í 2. flokki Víkings og einn leikmaður í 4. flokki hafa greinst með kórónuveiruna. Leikmenn og þjálfarar þessara flokka eru nú komnir í sóttkví.

Af Facebook síðu Víkings
Góðan daginn.
Covid tölur dagsins gefa ekki tilefni til bjartsýni.
Eins og fram kom í gær kom upp smit í 2. flokk karla í knattspyrnu. Nú hefur annar leikmaður flokksins greinst sem og leikmaður 4. flokks.
Rakningarteymið vinnur að málunum og eru leikmenn og þjálfarar þessara flokka komnir í sóttkví.
Smitið í 4. flokki teygir sig einnig inn í 5. flokk karla í handbolta en sumir strákanna æfa báðar greinarnar.
Í ljósi stöðunnar höfum við ákveðið að fella niður allar æfingar yngri flokka frá og með deginum í dag.
Þetta á bæði við um starfsemi í Víkinni og Safamýri.
Það er mikill ábyrgðarhluti að hunsa þessi smit og halda áfram æfingum. Öll eigum við fólk í okkar nánasta umhverfi sem þarf að verja sérstaklega gegn smitum.
Við munum tilkynna næstu skref á sunnudag.
Vinsamlegast komið á framfæri í ykkar deildum og við ykkar þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner