Jack Grealish, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, var að eignast sitt fyrsta barn.
Hann eignaðist dóttur ásamt kærustu sinni, Sasha Attwood.
Hann eignaðist dóttur ásamt kærustu sinni, Sasha Attwood.
Dóttirin fæddist núna í lok september og hefur fengið nafnið Mila Rose Grealish.
Grealish, sem hefur verið mikill partýpinni í gegnum tíðina, deildi mynd af barninu á samfélagsmiðlum og það gerði kærasta hans einnig. „Sérstakasta stundin í lífi mínu," skrifaði Atwood.
Hinn 29 ára gamli Grealish hefur unnið fjölda titla með Manchester City á síðustu árum og þá hefur hann leikið 38 landsleiki fyrir Englands hönd.
Athugasemdir