Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   þri 08. október 2024 09:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish eignaðist sitt fyrsta barn
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: EPA
Jack Grealish, leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, var að eignast sitt fyrsta barn.

Hann eignaðist dóttur ásamt kærustu sinni, Sasha Attwood.

Dóttirin fæddist núna í lok september og hefur fengið nafnið Mila Rose Grealish.

Grealish, sem hefur verið mikill partýpinni í gegnum tíðina, deildi mynd af barninu á samfélagsmiðlum og það gerði kærasta hans einnig. „Sérstakasta stundin í lífi mínu," skrifaði Atwood.

Hinn 29 ára gamli Grealish hefur unnið fjölda titla með Manchester City á síðustu árum og þá hefur hann leikið 38 landsleiki fyrir Englands hönd.



Athugasemdir
banner
banner
banner