Heimild: Víkingur
Björgvin Brimi Andrésson hefur hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Víkings út árið 2029 en hann kemur frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu.
Björgvin Brimi á tvo leiki með KR (2024) í Bestu Deildinni en hann var þá aðeins 16 ára gamall. Björgvin lék með Gróttu á nýliðnu tímabili og skoraði 8 mörk í 20 leikjum fyrir liðið sem tryggði sér sæti í Lengjudeildinni á nýjan leik.
Björgvin Brimi á tvo leiki með KR (2024) í Bestu Deildinni en hann var þá aðeins 16 ára gamall. Björgvin lék með Gróttu á nýliðnu tímabili og skoraði 8 mörk í 20 leikjum fyrir liðið sem tryggði sér sæti í Lengjudeildinni á nýjan leik.
Björgvin Brimi hefur spilað 12 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim tvö mörk.
Björgvin Brimi er teknískur leikmaður sem spilar framarlega á vellinum og getur spilað á kantinum eða sem framherji. Bróðir hans er Benoný Breki Andrésson sem sló markamet efstu deildar með KR í fyrra og er nú hjá Stockport.
„Björgvin Brimi er spennandi leikmaður sem við höfum verið að fylgjast með. Hann er snöggur, teknískur og getur leyst fleiri en eina stöðu. Við hlökkum til að fylgast með honum í Víkingstreyjunni og þróa hann sem leikmann. Hann er með alla burði til að verða frábær leikmaður fyrir Víking," segir Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi.
Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með mikilli hamingju að Björgvin Brimi Andrésson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Víkings út árið 2029.
— Víkingur (@vikingurfc) October 8, 2025
Velkominn í Hamingjuna Björgvin! ??????
Sjá nánar : https://t.co/YbC9cGKbKQ pic.twitter.com/vOwufeo1vp
Athugasemdir