banner
   fös 08. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chris Coleman: Beckham á eftir að svara mér
Chris Coleman.
Chris Coleman.
Mynd: Getty Images
Chris Coleman, fyrrum stjóri Sunderland og landsliðsþjálfari Wales, vill verða fyrsti þjálfari Inter Miami í MLS-deildinni.

Inter Miami mun hefja leik í MLS-deildinni í Bandaríkjunum á næsta ári en um er að ræða félag í eigu David Beckham.

Coleman, sem síðast stýrði Hebei China Fortune í Kína, hefur áhuga á því að verða fyrsti þjálfari liðsins.

„Ég vil fara aftur erlendis. Ég hef klárlega áhuga á MLS, en það er erfitt vegna þess að það er deild sem er að vaxa mjög mikið," sagði Coleman við The Sun.

„David Beckham hefur fengið nokkur skilaboð frá mér. Hann á bara enn eftir að svara."

Aðrir stjórar eins og David Moyes, Gennaro Gattuso, Thierry Henry og Carlo Ancelotti hafa verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner