fös 08. nóvember 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær hrósar framherjunum í hástert
Anthony Martial fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Anthony Martial fagnar marki sínu í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði framherjunum Mason Greenwood, Anthony Martial og Marcus Rashford í hástert eftir 3-0 sigurinn á Partizan Belgrad í Evrópudeildinni í gærkvöldi.

„Ég er mjög ánægðir með það hvernig þeir kláruðu þessi færi, öll þrjú mörkin voru í háum klassa," sagði Solskjær.

„Auðvitað hefðum við viljað skora nokkur fleiri en fyrsta markið róaði okkur niður. Mason sýndi mikla yfirvegun, markvörðurinn var kominn niður og hann skipti um skoðun, ég var mjög ánægður með það."

„Anthony var líklega með besta mark kvöldsins og ég var mjög ánægður með að Marcus hafi skorað með vinstri fæti. Hann þarf að skora meira vinstra megin því hann er oft í þeirri stöðu og hann getur farið í báðar áttir."

„Marcus komst í nokkrar frábærar stöður og átti frábær hlaup og frábærar sendingar. Markvörðurinn átti nokkrar markvörslur og hann hitti ekki markið í öðrum tilvikum en markið sem hann skoraði gefur honum sjálfstraust."

Athugasemdir
banner
banner