Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp dramatískt jöfnunarmark þegar Bayern heimsótti Freiburg í þýsku deildinni í kvöld.
Bayern hafði tapað einum leik í fyrstu átta umferðunum þegar það kom að leiknum í kvöld.
Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik en tókst að minnka muninn snemma í seinni hálfleik.
Það stefndi allt í annað tapið á tímabilinu en í uppbótatíma skoraði varamaðurinn Weronika Zawistowska eftir að Glódís skallaði boltann til hennar.
Bayern er á toppnum með 20 stig eftir níu umferðir en Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg eru aðeins stigi á eftir og eiga leik gegn Hoffenheim á útivelli á morgun.
Athugasemdir