Raul Jimenez, framherji Wolves, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik gegn Arsenal um þarsíðustu helgi.
Jimenez fékk þungt höfuðhögg eftir að David Luiz kom á fleygiferð í hann eftir að Mexíkóinn skallaði boltann burt eftir hornspyrnu.
Jimenez fékk þungt höfuðhögg eftir að David Luiz kom á fleygiferð í hann eftir að Mexíkóinn skallaði boltann burt eftir hornspyrnu.
Jimenez varð að fara í aðgerð í kjölfarið en hann höfuðkúbubrotnaði.
Í dag var Jimenez síðan útskrifaður af sjúkrahúsi en hann er nú heima að hvílast ásamt fjölskyldu sinni.
Í kjölfarið tekur við endurhæfing hjá Wolves.
Athugasemdir