Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 14:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Real Madrid borgar 72 milljónir evra fyrir 16 ára vonarstjörnu
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Brasilíski táningurinn Endrick mun ganga í raðir spænska stórveldisins Real Madrid.

Frá þessu greinir íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano í dag. Þá má bóka að það muni gerast.

Endrick, sem er 16 ára gamall, er búinn að gera samkomulag við Real en hann verður ekki leikmaður félagsins fyrr en í júlí 2024. Reglur í Brasilíu heimila ekki fótboltamönnum að fara í erlent félag fyrr en þeir hafa náð 18 ára aldri.

Mikið kapphlaup hefur verið um Endrick sem er talin einhver mesta vonarstjarna fótboltans. Hann hefur verið að spila með aðalliði Palmeiras þrátt fyrir ungan aldur.

Real Madrid borgar allt að 72 milljónir evra fyrir leikmanninn en vonast er til þess að það verði gengið formlega frá skiptunum í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner