Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. desember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Ég hef ekkert að segja um þessar sögusagnir
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Getty Images
Nýverið hafa verið sögusagnir um það í Danmörku að Viborg hefði áhuga á því að ráða Frey Alexandersson sem nýjan þjálfara liðsins.

Freyr er þjálfari Lyngby og hefur hann náð eftirtektarverðum árangri með liðið.

Augsburg keypti þjálfarann Jacob Friis lausan frá Viborg í upphafi síðasta mánaðar og hefur gamli aðstoðarmaður Friis, Jakob Poulsen, stýrt Viborg síðan.

„Ég hef lesið þetta. Ég sagði við konuna mína að hún ætti ekki að skoða það sem stóð á Bold.dk. Ég hef ekkert að segja um þessar sögusagnir," sagði Freyr.

Hann var í kjölfarið spurður að því hvort að hann vildi fá stærra starf en hjá Lyngby.

„Er það Viborg? Er það í Danmörku? Ég veit það ekki. Ég er að hugsa um starfið hjá Lyngby og ég er mjög ánægður þar."

Freyr tók við starfinu hjá Lyngby sumarið 2021, kom liðinu upp í Superliga á fyrsta tímabilinu og hélt liðinu uppi í efstu deild síðasta vor eftir dramatískar lokaumferðir. Freysi er samningsbundinn Lyngby fram á sumarið 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner